Hoppa yfir valmynd
27. mars 2013 Dómsmálaráðuneytið

Skipaðar í embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur

Kristrún Kristinsdóttir, lögfræðingur við embætti landlæknis, og Barbara Björnsdóttir, settur héraðsdómari, hafa verið skipaðar í embætti héraðsdómara með fast sæti við Héraðsdóm Reykjavíkur. Embættin tvö voru auglýst laus til umsóknar þann 30. janúar síðastliðinn.

Samkvæmt 4. gr. laga um dómstóla skilaði dómnefnd umsögn sinni um hæfni umsækjenda um embættin. Niðurstaða dómnefndar var sú að Kristrún Kristinsdóttir sé hæfust umsækjenda til að hljóta skipun og að Barbara Björnsdóttir, settur héraðsdómari, og Þórður Cl. Þórðarson, hæstaréttarlögmaður og bæjarlögmaður Kópavogs, væru að Kristrúnu frátalinni hæfust til að gegna embætti héraðsdómara og er ekki gert upp á milli hæfni þeirra tveggja til þess.

Niðurstaða innanríkisráðherra var sú að skipa Kristrúnu Kristinsdóttur og Barböru Björnsdóttur í embættin.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta