Hoppa yfir valmynd
15. júní 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Frumvarp ferðamálaráðherra samþykkt: Lánstími ferðaábyrgðasjóðs verður tíu ár

Lánstími lána ferðaábyrgðasjóðs verður tíu ár í stað sex, en ný lög um sjóðinn voru samþykkt einróma á Alþingi í dag.

Ferðaábyrgðasjóður veitti ferðaskrifstofum lán til að endurgreiða neytendum greiðslur vegna pakkaferða sem var aflýst vegna áhrifa COVID-19 heimsfaraldursins en ferðaskrifstofur fengu á þessum tíma almennt ekki endurgreitt frá sínum birgjum erlendis og gátu því ekki endurgreitt viðskiptavinum sínum hér á landi.

Með breytingu á lögunum var lánstími lána sjóðsins lengdur úr sex árum í tíu og þar með verður ferðaskrifstofum gert auðveldara að standa við afborganir, nú þegar viðspyrna ferðaþjónustunnar er hafin. Engin ný lán verða veitt og ekki verða neinar aðrar breytingar á kjörum lánanna.

 ,,Þetta er mikilvægt fyrir íslenska ferðaþjónustu og mun létta mikið undir með þeim fyrirtækjum sem nýttu sér þessa viðspyrnuaðgerð ríkisstjórnarinnar. Við sjáum að bókunarstaða sumarsins er með besta móti og að það birtir til hjá íslenskri ferðaþjónustu,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra.

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta