Hoppa yfir valmynd
18. desember 2008 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Framlenging takmarkana á frjálsri för launafólks

Samþykkt var á Alþingi í dag frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur, félags- og tryggingamálaráðherra, sem felur í sér að aðlögunarheimildir aðildarsamnings EES frá árinu 2007 um aðgengi ríkisborgara Búlgaríu og Rúmeníu að íslenskum vinnumarkaði verða nýttar áfram til 1. janúar 2012.

Samkvæmt lögunum þurfa Búlgarar og Rúmenar sem vilja koma til starfa hér á landi áfram að sækja um tímabundin dvalar- og atvinnuleyfi samkvæmt lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga líkt og verið hefur. Launamenn frá þessum ríkjum eiga þó ákveðinn forgang umfram ríkisborgara ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins að því er varðar aðgengi að íslenskum vinnumarkaði á tímabilinu til 1. janúar 2012.

Lögin eru sett vegna vaxandi atvinnuleysis á innlendum vinnumarkaði og þeirrar óvissu sem ríkir um þróun atvinnuástandsins á næstu misserum.

Tenging frá vef ráðuneytisins Ferill málsins á Alþingi

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta