Fjármögnun háskóla tengd árangri - beint streymi frá kynningu
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, boðar til blaðamannafundar um árangurstengda fjármögnun háskóla. Fundurinn fer fram mánudaginn 18. september 2023 kl. 10:30 í Sykursalnum í Grósku.
Á fundinum kynnir ráðherra umfangsmikla kerfisbreytingu á úthlutun fjármagns til háskóla sem er forsenda þess að íslenskir háskólar geti skarað fram úr.
Árangurstengd fjármögnun háskóla leysir af hólmi eldra reiknilíkan frá árinu 1999. Hún stóreykur gagnsæi í fjárveitingum til háskóla, ýtir undir fjölmarga hvata til frekari árangurs og mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi allra háskóla hér á landi.
Fundurinn verður einnig í beinu streymi á vef Stjórnarráðsins: