Hoppa yfir valmynd
9. október 2012 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Málþing á fimmtudag um mannréttindasáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólks

Málþing um innleiðingu og eftirlit með mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður haldið í Hörpu í Reykjavík fimmtudaginn 11. október og stendur frá kl. 9 til 16. Að því standa Öryrkjabandalag Íslands Íslands í samstarfi við innanríkisráðuneytið, velferðarráðuneytið, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Rannsóknasetur í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands.

Guðmundur Magnússon, formaður ÖBÍ, setur málþingið og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flytur upphafsávarp. Tveir erlendir fyrirlesarar, Stig Langvad og Javier Güemes, halda erindi og verða þau á ensku, en boðið verður upp á rittúlkun yfir á íslensku. Aðrir fyrirlesarar eru frá ÖBÍ, velferðarráðuneytinu, innanríkisráðuneytinu og viðbrögð við efni fyrirlestra koma frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Rannsóknasetri í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands.

Málþingið er ætlað fötluðu fólki, aðstandendum þess, starfsfólki og stjórnendum sem vinna að málefnum fatlaðs fólks og öðrum sem hafa áhuga á málefninu. Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks ásamt valfrjálsri bókun var undirritaður fyrir hönd íslenska ríkisins 30. mars 2007. Samkvæmt framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014, stendur til að innleiða hann hér á landi árið 2013. Sáttmálinn er meðal annars sérstakur að því leyti að hann segir til um hvernig framkvæmd og eftirliti bæði innanlands og utan skuli háttað og verður áhersla lögð á þau atriði á málþinginu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta