Drög að reglugerð um fullnustu refsinga til umsagnar
Drög að reglugerð um fullnustu refsinga er nú til umsagnar hjá ráðuneytinu. Umsagnarfrestur er til 20. nóvember og skulu umsagnir sendar á netfangið.
Í 98. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 15/2016 var lögfest reglugerðarheimild fyrir ráðherra. Með þessari reglugerð fellur úr gildi reglugerð um fullnustu refsinga nr. 961/2005, með síðari breytingum.
Nýmæli í drögum að reglugerð um fullnustu refsinga eru eftirfarandi:
- Settar eru ýtarlegar reglur um bakgrunnskoðanir fangavarða og öryggisstig bakgrunnskoðana.
- Settar eru reglur um tegundir fangelsa, þ.e. að heimilt sé að skipta fangelsum upp í deildir, s.s. gæsluvarðhaldsdeildir, öryggisdeildir og meðferðardeildir. Sérstaklega er kveðið á um fyrirkomulag vistunar á öryggisdeild, sbr. álit umboðsmanns Alþingis nr. 7590/2013.
- Settar eru reglur um lok afplánunar, þ.e. tilkynningar til félagsþjónustu viðkomandi sveitarfélags um lok afplánunar.
- Settar eru reglur um vinnslu persónuupplýsinga hjá Fangelsismálastofnun ríkisins og í fangelsum ríkisins.
Ítrekað er að unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 20. nóvember næstkomandi.