Leiðbeinandi reglur um sérstakan húsnæðisstuðning
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur staðfest leiðbeinandi reglur fyrir sveitarfélög um sérstakan húsnæðisstuðning í samræmi við lög um húsnæðisbætur nr. 75/2016 .
Þann 1. janúar 2017 taka gildi ný lög um húsnæðisbætur, nr. 75/2016, sem samþykkt voru á Alþingi 16. júní síðastliðinn. Í lögunum er meðal annars kveðið á um breytingu á 45. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 þannig að sveitarfélögum verði skylt að veita sérstakan húsnæðisstuðning, sem komi í stað sérstakra húsaleigubóta, og að ráðherra skuli, að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, gefa út leiðbeinandi reglur til sveitarstjórna um framkvæmd stuðnings ásamt viðmiðunarfjárhæðum.