Hoppa yfir valmynd
1. mars 2005 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Arðsemi góðrar stjórnsýslu

Morgunverðarráðstefna á vegum fjármálaráðuneytisins, Félags forstöðumanna ríkisstofnana, Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála og Háskóla Íslands.

Arðsemi góðrar stjórnsýslu

Morgunverðarráðstefna á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 9. mars kl. 8.30 - 11.00

Markmið ráðstefnunnar var að fjalla um og meta hagnýtt gildi góðrar stjórnsýslu í þágu samfélagsins, atvinnulífsins og þeirra sem þurfa að leita atbeina stjórnsýslunnar. Spurt var hverjir eru kostir íslensku stjórnsýslunnar, m.a. í samanburði við önnur lönd og sömuleiðis hverjir séu ókostir hennar. Er unnt að meta arðsemi stjórnsýslu á Íslandi, þá hvernig og hvort unnt sé að bæta hana?

Geir Haarde fjármálaráðherra ávarpaði ráðstefnuna en aðrir fyrirlesarar voru:

Berglind Ásgeirsdóttir aðstoðarframkvæmdastj. OECD: Stjórnsýsla og hagstjórn. - Kynningarefni (PPS 434K)

Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi: Hefur náðst árangur?

Ingimundur Sigurpálsson formaður SA: Opinber stjórnsýsla – skilvirk eða hamlandi?

Þorkell Helgason orkumálastjóri: Hvað hindrar góða stjórnsýslu?

Ráðstefnustjóri var Þorsteinn Geirsson ráðuneytisstjóri.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta