Hoppa yfir valmynd
20. maí 2010 Dómsmálaráðuneytið

Kynningarbæklingur sendur erlendum ríkisborgurum sem eiga kosningarrétt við sveitarstjórnarkosningarnar

Forsíða kynningarbæklings fyrir erlenda ríkisborgara.
Kynningarbæklingur fyrir erlenda ríkisborgara vegna sveitarstjórnarkosninganna 29. maí 2010.

Alls eiga 4.575 erlendir ríkisborgarar kosningarrétt við sveitarstjórnarkosningarnar 29. maí næstkomandi og hefur dómsmála- og mannréttindaráðuneytið nú sent þeim öllum kynningarbækling um kosningarnar. Í bæklingnum er að finna leiðbeiningar á ellefu tungumálum auk íslensku um kosningarrétt, kjörskrá, framkvæmd atkvæðagreiðslu og fleira.

Samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna eiga kosningarrétt danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar 18 ára og eldri sem hafa átt lögheimili á Íslandi í þrjú ár samfellt fram á kjördag, og aðrir erlendir ríkisborgarar 18 ára og eldri sem hafa átt lögheimili hér á landi samfellt í fimm ár hið minnsta fram á kjördag. Flestir hinna erlendu ríkisborgara koma frá Póllandi, eða 822, 586 koma frá Danmörku (þar með taldar Færeyjar og Grænland), 329 frá Þýskalandi, 245 frá Litáen, 232 frá Filippseyjum, 220 frá Bretlandi og 215 frá Taílandi, svo eitthvað sé nefnt.

Leiðbeiningar fyrir erlenda ríkisborgara vegna sveitarstjórnarkosninganna á Íslandi 29. maí 2010 (pdf-skjal)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta