Hoppa yfir valmynd
3. júlí 2018 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi bætist í tilraunaverkefni ríkisins og BSRB um styttingu vinnuvikunnar

  - myndHaraldur Jónasson / Hari

Lyflækningadeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi hefur verið valin til að taka þátt í tilraunaverkefni ríkisins og BSRB um styttingu vinnuvikunnar hjá ríkinu. Stofnunin verður fimmti vinnustaðurinn hjá ríkinu sem tekur þátt í tilraunaverkefninu, en Lögreglustjórinn á Vestfjörðum, Ríkisskattstjóri, Útlendingastofnun og Þjóðskrá hófu þátttöku vorið 2017.

Ákveðið var að auglýsa eftir einum vinnustað til viðbótar til að taka þátt í verkefninu til að kanna betur áhrif styttingar vinnuvikunnar á vaktavinnustöðum. Vinnustundum hjá þeim stofnunum sem taka þátt er að jafnaði fækkað úr 40 stundum á viku í 36 án þess að til launaskerðingar komi. Rannsakað eru hver áhrif styttingar vinnutímans verða á gæði og hagkvæmni þjónustu sem vinnustaðirnir veita, auk áhrifa á vellíðan starfsmanna og starfsanda. Sambærilegar mælingar eru gerðar á vinnustöðum þar sem vinnuvikan verður óbreytt til að fá samanburð.

Tilraunaverkefni ríkisins og BSRB um styttingu vinnuvikunnar hófst 1. apríl hjá fyrstu vinnustöðunum og 1. maí 2017 hjá öðrum. Það átti upphaflega að standa í eitt ár. Ákveðið var að framlengja verkefnið um eitt ár og mun sú stofnun sem nú bætist við taka þátt í verkefninu frá 1. september til 1. júní 2019.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta