Hoppa yfir valmynd
9. október 2023 Utanríkisráðuneytið

Íslendingarnir lagðir af stað heim

Hekla Aurora, farþegaflugvél Icelandair. - myndIcelandair
Farþegaflugvél með 126 Íslendinga innanborðs, sem voru strandaglópar í Ísrael eftir að átök brutust þar út, er lögð af stað áleiðis til Íslands. Flugvélin hóf sig á loft frá Queen Alia alþjóðaflugvellinum í Amman í Jórdaníu, klukkan 18:40 að íslenskum tíma. 

Um borð eru sömuleiðis 5 Færeyingar, 4 Norðmenn og 12 manna hópur frá Þýskalandi auk flugáhafnar og fulltrúa frá utanríkisráðuneytinu.

Áætlað er að farþegaflugvélin millilendi stuttlega í Róm á Ítalíu vegna áhafnarskipta, en haldi svo för sinni áfram til Keflavíkur. Reiknað er með að vélin lendi á íslenskri grund klukkan hálf fimm í nótt.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta