Hoppa yfir valmynd
14. mars 2022 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Verkefnisstjórn um úrvinnslu eigna og skulda ÍL-sjóðs

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað þriggja manna verkefnisstjórn til ráðgjafar um úrvinnslu eigna og skulda ÍL-sjóðs, í samræmi við lög þar um.

Samkvæmt lögum um úrvinnslu eigna og skulda ÍL-sjóðs  fer fjármála- og efnahagsráðherra með yfirstjórn sjóðsins og hefur yfirumsjón með úrvinnslu og uppgjöri eigna og skulda sem verða eftir í ÍL-sjóði við uppskiptingu Íbúðalánasjóðs. Markmið úrvinnslu er að lágmarka áhættu og kostnað ríkissjóðs vegna uppsafnaðs fjárhagsvanda Íbúðalánasjóðs.
Í lögunum er kveðið á um að fjármála- og efnahagsráðherra skuli skipa þriggja manna verkefnisstjórn til ráðgjafar um úrvinnslu eigna og skulda ÍL-sjóðs, ásamt því sem heimilt er að fela verkefnisstjórninni afmörkuð verkefni sem varða úrvinnsluna.

Nefndin er þannig skipuð:

  • Perla Ásgeirsdóttir, formaður
  • Stefán Pétursson
  • Lúðvík Örn Steinarsson

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta