Hoppa yfir valmynd
7. apríl 2004 Innviðaráðuneytið

Alþjóðaheilbrigðisdagurinn tileinkaður umferðaröryggi

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (World Health Organization - WHO) hefur tilnefnt 7. apríl ár hvert sem alþjóðlegan heilbrigðisdag.

Ert þú afbrotamaður á ferð?
Ert þú afbrotamaður á ferð?

Dagurinn er ætlaður til þess að hvetja til umræðu og fanga athygli almennings á mikilvægum heilbrigðismálum. Kjörorð dagsins í ár er umferðaröryggi og markar dagurinn jafnframt upphaf alþjóðlegs umferðaröryggisárs.

Í tilefni af alþjóðaheilbrigðisdeginum í ár hefur samstarfshópur opinberra aðila, fyrirtækja og félagasamtaka tekið saman skýrsluna Afbrot í umferðinni. Hún verður kynnt og afhent í húsakynnum Björgunarmiðstöðvarinnar, Skógarhlíð 14, í dag 7. apríl klukkan 10:00. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Sigurður Guðmundsson landlæknir munu ávarpa fundinn.

Í skýrslunni er kastljósinu beint að afbrotamanninum í umferðinni og afleiðingum afbrotanna, hvort heldur er fyrir einstaklinginn eða samfélagið sem heild. Þetta efni er alls ekki valið af handahófi enda benda rannsóknir til þess að að flest alvarleg slys og banaslys í umferðinni verði vegna einhvers konar brota á umferðarlögum. Vonast er til að skýrslan gefi heildstæða og raunsanna mynd af eðli og umfangi umferðarlagabrota og afleiðingum þeirra fyrir íslenskt samfélag. Ennfremur er vonast til að að skýrslan veki ökumenn til umhugsunar um hversu löghlýðnir þeir eru í umferðinni.


Skýrsla um eðli og umfang umferðarlagabrota á Íslandi (PDF - 1MB).

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta