Ferðaviðvörun til Úkraínu
Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ónauðsynlegum ferðalögum til Krímskaga og héraðanna þar í kring. Þeir sem engu að síður hyggja á ferðalög til svæðisins eru beðnir um að láta ráðuneytið vita um ferðaáætlanir sínar.
Ráðuneytið ráðleggur fólki að fylgjast með ferðaleiðbeiningum annarra ríkja, sérstaklega norrænu ríkjanna.
Hægt er að ná sambandi við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í síma 545-9900 eða með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected]