Hoppa yfir valmynd
11. ágúst 2014 Dómsmálaráðuneytið

Ný embætti sýslumanna og lögreglustjóra undirbúin

Haldinn var í innanríkisráðuneytinu í dag fundur um undirbúning að breyttu skipulagi umdæma sýslumanna og lögreglustjóra í samræmi við lög sem samþykkt voru á Alþingi á liðnu vori. Breyting á umdæmunum og aðskilnaður embætta sýslumanna og lögreglustjóra tekur formlega gildi 1. janúar næstkomandi en fram að því verður unnið að útfærslu breytinganna og eflingu embættanna.

Innanríkisráðherra ávarpaði fund sýslumanna og lögreglustjóra í ráðuneytinu í dag.
Innanríkisráðherra ávarpaði fund sýslumanna og lögreglustjóra í ráðuneytinu í dag.

Fundinn sátu þeir embættismenn sem skipaðir hafa verið lögreglustjórar og sýslumenn hinna nýju embætta ásamt sérfræðingum ráðuneytisins og fleirum. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra ávarpaði fundinn í upphafi. Fór hún yfir breytingarnar og lagði á það áherslu að skrifstofur og starfsstöðvar embættanna myndu haldast og að engum starfsmönnum yrði sagt upp.

Sýslumenn og lögreglustjórar sátu fund í ráðuneytinu í dag þar sem rætt var um undirbúning nýrrar umdæmaskipunar.

Sérfræðingar ráðuneytisins fjölluðu síðan um eflingu embættanna, breytingar á skipulagi, stefnumótun þeirra, rætt var um fjármál og mannauðsmál, upplýsingakerfi og helstu verkefnin.

Næstu skref í breytingunum eru að nýir forstöðumenn skipa verkefnisstjórn, hver í sínu umdæmi, og virkja starfsmenn til þátttöku. Verkefnisstjórn í hverju umdæmi skal sjá um að undirbúa verk-, tíma- og kostnaðaráætlum um breytingar og hrinda í framkvæmd. Ráðuneytið tilnefnir tenglið við embættin. Jafnframt verður á næstunni sett reglugerð um hvar aðalstöðvar viðkomandi embætta verða.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta