Hoppa yfir valmynd
18. október 2018 Dómsmálaráðuneytið

Sótti ráðherrafund um landamæri Schengen

Sigríður Á. Anderssen dómsmálaráðherra sótti ráðherrafund  í Lúxemborg í tengslum við Schengen-samstarfið þann 12. október síðastliðinn.

Til umræðu á  fundinum  vor  tvær  nýjar tillögur framkvæmdarstjórnar Evrópu,  annars  vegar  tillaga  að  breytingu á reglugerð um landamæra- og strandgæslustofnun  Evrópu  (Frontex)  og hins vegar tillaga að breytingu á reglugerð um brottvísanir þeirra sem dvelja ólöglega innan Schengen-svæðisins. 

Dómsmálaráðherra lýsti yfir stuðningi við þá tillögu að Frontex fengi rýmra umboð þegar kemur að brottvísunum og beinum samskiptum við ríki utan Schengen svæðisins. Hins vegar lýsti ráðherrann áhyggjum af fyrirhugaðri stækkun stofnunarinnar og ítrekaði mikilvægi þess að fyrir lægi ítarleg þarfa- og kostnaðargreining áður en endanleg ákvörðun yrði tekin um fjölgun landamæravarða úr 1.500 i 10.000 fyrir árið 2020.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta