Ný stjórn Markáætlunar á sviði vísinda, tækni og nýsköpunar
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hefur skipað nýja stjórn Markáætlunar á sviði vísinda, tækni og nýsköpunar, sbr. 9. gr. laga nr. 3/2003 um opinberan stuðning við vísindarannsóknir. Skipunartími stjórnar er til 1. apríl 2027. Stjórnin er skipuð þremur einstaklingum úr stjórn Rannsóknasjóðs og þremur einstaklingum úr stjórn Tækniþróunarsjóðs.
Markáætlun á sviði vísinda, tækni og nýsköpunar nær yfir stefnumótandi áætlanir þar sem um er að ræða tímabundinn forgang á fjármagni. Markáætlun veitir styrki til grunnrannsókna og hagnýtra verkefna og skulu verkefni vera unnin í nánu samstarfi fyrirtækja, rannsóknarstofnana og háskóla á einstökum sviðum eða þverfaglegum fræðasviðum á grundvelli vandaðra rannsóknaráætlana. Markmið verkefna skulu falla að almennum áherslum og markmiðum ráðherranefndar um vísindi og nýsköpun.
Stjórn Markáætlunar á sviði vísinda, tækni og nýsköpunar 2024-2027 skipa:
Aðalmenn
- Lárus Thorlacius, formaður, Háskóli Íslands.
- Guðrún Inga Ingólfsdóttir, varaformaður, Lífsverk.
- Ármann Gylfason, Háskólinn í Reykjavík.
- Kjartan Hansson, Helix health.
- Stefanía Bjarney Ólafsdóttir, Avo.
- Þóra Pétursdóttir, Háskólinn í Osló, Noregi.
Varamenn
- Anna Karlsdóttir, Controlant.
- Björn Lárus Örvar, Orf Líftækni.
- Björn Þór Jónsson, Háskólinn í Reykjavík.
- Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir, Carbfix.
- Þórður Óskarsson, Moffitt Cancer Center, Bandaríkjunum.
- Þorgerður Einarsdóttir, Háskóli Íslands.