Utanríkisvarpið - 2. þáttur. Á heimleið: borgaraþjónustan á tímum Covid-19
Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur staðið í ströngu undanfarið við að aðstoða Íslendinga erlendis að komast heim vegna Covid-19 heimsfaraldursins. Mörg ríki hafa lokað landamærum sínum, flugframboð hefur snarminnkað og víðtækar ferðatakmarkanir eru á heimsvísu sem gerir það að verkum að Íslendingar, eins og aðrir, eiga á hættu að verða strandaglópar.
Í öðrum þætti Utanríkisvarpsins, hlaðvarpi utanríkisþjónustunnar, er fjallað um starf borgaraþjónustunnar í miðjum heimsfaraldri. Rætt er við starfsfólk utanríkisþjónustunnar víða um heim, Íslendinga á heimleið vegna Covid-19 og Guðlaug Þór Þórðarson utanríkis-og þróunarsamvinnuráðherra. Umsjónarmaður: Rún Ingvarsdóttir. Upphafsstef: Daði Birgisson.