Hoppa yfir valmynd
9. maí 2018 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherrar Norðurlandanna funda í Svíþjóð 22. - 23. maí nk.

Forsætisráðherrar Norðurlandanna funda í Svíþjóð 22. - 23. maí nk.  - myndJohannes Jansson/norden.org
Óformlegur fundur forsætisráðherra Norðurlandanna verður haldinn í Örnsköldsvik í Svíþjóð dagana 22. - 23. maí nk.

Um er að ræða árlega fundi forsætisráðherra Norðurlanda og verður Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, gestgjafi fundarins í ár. Forsætisráðherrarnir; Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, Juha Sipilä forsætisráðherra Finnlands, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, munu m.a. ræða á fundinum norrænt samstarf, utanríkis- og öryggismál, málefni tengd Evrópusambandinu og 5G væðingu Norðurlandanna.

Fundi forsætisráðherranna lýkur með vinnufundum með fulltrúum frá Álandseyjum, Grænlandi og Færeyjum, Norðurlandaráði og Norrænu ráðherranefndinni.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta