Hoppa yfir valmynd
9. nóvember 2018 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra kynnti drög að stefnu um samþykki fyrir nýtingu lands og landsréttinda í þjóðlendum

Tjaldvatn á Landmannaafrétti - myndRegína Sigurðardóttir

Forsætisráðherra kynnti drög að stefnu um samþykki fyrir nýtingu lands og landsréttinda í þjóðlendum á ríkisstjórnarfundi í morgun. Drögin að stefnu hafa nú verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins. Frestur til að skila umsögnum er til 30. nóvember nk.

Stefnumótunin tekur mið af meginsjónarmiðum sem fram koma í annarri opinberri stefnumörkun sem fyrir liggur á þessu sviði, svo sem landskipulagsstefnu, stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs og þingsályktun um stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Einnig er horft til markmiða um umhverfisvernd og nýtingu lands og auðlinda í löggjöf á sviði umhverfisréttar.

Nú eru alls 217 þjóðlendur á landinu og þekja þær um 86 hundraðshluta miðhálendisins og 44 hundraðshluta landsins alls, ef miðað er við þau landsvæði sem óbyggðanefnd hefur tekið til meðferðar og úrskurðað um.

Drögin má lesa á Samráðsgáttinni.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

15. Líf á landi
17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta