Hoppa yfir valmynd
9. febrúar 2012 Utanríkisráðuneytið

Fundur um þróunarmál í Reykjavík

Ráðuneytisstjórar Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs, Svíþjóðar, Bretlands, Írlands og Hollands
Ráðuneytisstjórar Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs, Svíþjóðar, Bretlands, Írlands og Hollands

Árlegur fundur ráðuneytisstjóra þróunarmála frá Íslandi, Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð, Bretlandi, Írlandi og Hollandi var haldinn í Reykjavík í dag og í gær. Ríkin eiga reglulegt samráð um það sem hæst ber í þróunarmálum á heimsvísu sem hefur lagt grunninn að árangursríku samstarfi þeirra á alþjóðavettvangi.

Á fundinum var kynnt staða og stefna í þróunarsamvinnu í fyrrgreindum ríkjum, rætt var um undirbúning nýrrar stefnu Evrópusambandsins í þróunarmálum, og undirbúning og samvinnu í tengslum við Ríó+20  ráðstefnuna um sjálfbæra þróun sem haldin verður í Ríó de Janeiró í júní. Ennfremur var rætt um eftirfylgni Búsan-yfirlýsingarinnar um skilvirkni og árangur þróunarsamvinnu sem samþykkt var í desember síðastliðinn, sem og framvindu þúsundaldarmarkmiða Sþ og hvað mun taka við af þeim árið 2015.

Einar Gunnarsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, stýrði fundinum.

Mynd: (frá vinstri) Ib petersen, Stephen Brown, Ingrid Fiskaa, Einar Gunnarsson, Anna Sipiläinen, Rob Swartbol, Michael Gaffey og Björn Anderson.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta