Hoppa yfir valmynd
27. maí 2020 Heilbrigðisráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Stafrænt heilbrigðismót: Stefnumót heilbrigðisþjónustu og frumkvöðla

Stafrænt heilbrigðismót er hafið og stendur til 15.júlí 2020. Þar geta aðilar sem veita heilbrigðisþjónustu sett fram raunverulegar áskoranir um lausnir í heilbrigðisþjónustu og komið á samstarfi við fyrirtæki og frumkvöðla sem bjóða fram hugmyndir að lausnum.

Heilbrigðismótið er einskonar stefnumót heilbrigðisþjónustu og aðila markaðarins á netinu. Með þessu geta heilbrigðisstofnanir fundið samstarfsaðila í nýskapandi verkefni. 

Nýsköpunarmót hafa verið haldin nokkrum sinnum hér á landi og eru farsæl leið til þess að tengja aðila saman að nýjum lausnum.

Nýsköpunarfjármögnun fyrir stofnanir heilbrigðisráðuneytisins

Að auki gefst stofnunum heilbrigðisráðuneytisins, sem veita heilbrigðisþjónustu, kostur á að sækja um fjármögnun til nýskapandi verkefna. Stofnanirnar, í slagtogi við aðila á markaði, geta sótt um fjármögnun sem nemur allt að 15 milljónum króna til þess að verja í nýskapandi verkefni. 

Fjárfestingarátak í nýsköpun í heilbrigðisþjónustu

Stafræna heilbrigðismótið og fjármögnunarátakið eru hlutar af fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar um nýsköpun í heilbrigðisþjónustu og markmið þess er að styðja við nýskapandi lausnir í heilbrigðisþjónustu í samvinnu heilbrigðisstofnana og frumkvöðla. Alls verður 150 milljónum króna varið í verkefnið. Átakið er þríþætt.

Fyrsti hluti fjárfestingarátaksins, hakkaþonið Hack the Crisis Iceland er nú í gangi. Þar gefst frumkvöðlum tækifæri til þess að koma með lausnir við áskorunum heilbrigðisþjónustu vegna COVID 19 faraldursins. Verðlaunaafhending og úrslit fara fram á föstudag. Stafrænt heilbrigðismót er annar áfangi verkefnisins og fjármögnunarátakið er sá þriðji.

Allar upplýsingar um stafræna heilbrigðismótið og fjármagn til nýskapandi verkefna stofnana: https://heilbrigdismot.b2match.io/

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin
15. Líf á landi
11. Sjálfbærar borgir og samfélög
9. Nýsköpun og uppbygging
8. Góð atvinna og hagvöxtur
3. Heilsa og vellíðan

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta