Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um viðvarandi lofthæfi loftfara og fleira til umsagnar
Til umsagnar eru drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 206/2007 um viðvarandi lofthæfi loftfara og flugtæknilegra framleiðsluvara, hluta og búnaðar og um samþykki fyrir viðhaldsstöðvum og starfsfólki á þessu sviði. Umsagnarfrestur er til 10. apríl næstkomandi og skulu umsagnir sendar á netfangið [email protected].
Í reglugerðardrögunum er breytt reglugerð nr. 206/2007 um viðvarandi lofthæfi loftfara og flugtæknilegra framleiðsluvara, hluta og um samþykki fyrir viðhaldsstöðvum og starfsfólki á þessu sviði en með breytingunni er reglugerð framkvæmdastjórnar ESB nr. 1149/2011 frá 21. október 2011 innleidd.
Aðalefni reglugerðar ESB nr. 1149/2011 er endurútgáfa á viðauka III (Part-66) við reglugerð EB nr. 2042/2003 og nokkrar breytingar á viðauka II (Part-145) því samfara.
Helstu breytingar á Part 66 eru eftirfarandi:
- Breytt er gildistíma á “Certificate of recognition” fyrir grunnmenntun og tegundarnámskeið. Gildistími fyrir grunnnám verður 10 ár, þ.e. að viðkomandi þarf að vera búinn með verklegan þjálfun innan 10 ára frá því að hann kláraði nám til að geta fengið útgefið Part 66 skírteini. Menntunin fyrnist þó ekki en meta þarf hvort breytingar hafa verið gerðar á námskrá og innihaldi. Ef um mismun er að ræða verður viðkomandi að klára þann mismun áður en skírteini er gefið út. Hvað varðar tegundarnám verður viðkomandi að klára verklegan þátt innan þriggja ára og fá áritun í skírteini; að öðrum kosti fyrnast bóklegi og verklegi hlutinn ef honum var ekki lokið.
- Ný grunnáritun ,,B3” bætist í núverandi Part 66 skírteini og er ætluð fyrir einfaldar vélar sem eru undir 2000 kg flugtaksmassa. Er þessari breytingu fyrst og fremst ætlað að mæta þörfum almannaflugsins. Þeir sem eru með B1.2 í sínu skírteini fá ,,B3“ sjálfkrafa en grunnmenntunin breytist að sama skapi til að mæta lægri kröfum. Breytingin mu hafa áhrif í Part 66 og 147 námið.
- Fyrirséðar eru miklar breytingar varðandi heimildir sem B1 og B2 hafa og er búið að skilgreina betur hvað B1 og B2 má gera en einnig er búið að auka heimildir B2. Menntunarkröfur á B2 eru auknar til að mæta auknum heimildum.
- Breytingar verða á flokkun véla og kröfum til að fá áritanir og hópáritanir.
- Breyting verður á kröfum um verklega reynslu í 147 námskeiðinu.
Helstu breytingar á Part-145 eru að gert verður ráð fyrir grunnáritun B3 í ákvæðum 145.A.30 og 145.A.35. Verið er að opna á að Part-145 viðhaldsfyrirtæki sé með B1 og/eða B2 og/eða B3 og þá með takmörkunum ef ekki eru til staðar B1, og B2 eða B2 og B3 viðhaldsvottar.