Hoppa yfir valmynd
15. mars 2012 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Bein útsending frá fundi mannréttindaráðs SÞ í Genf

Fulltrúi úr fastanefnd Íslands í Genf kynnir í dag lokaafstöðu íslenskra stjórnvalda til tilmæla sem fram komu á vettvangi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í reglubundnu eftirliti með mannréttindum á Íslandi sem fram fór í Genf 10. október síðastliðinn. Bein útsending verður á vef mannréttindaráðsins frá kl. 13-15.

Íslensk stjórnvöld leggja áherslu á að koma sem flestum þeirra tilmæla sem þau hafa fallist á til framkvæmda fyrir árið 2016, en það verður gert í tengslum við landsáætlun í mannréttindum sem nú er í smíðum undir forystu innanríkisráðuneytisins. Stefnt að því að leggja hana fyrir Alþingi næsta haust.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta