Bein útsending frá fundi mannréttindaráðs SÞ í Genf
Fulltrúi úr fastanefnd Íslands í Genf kynnir í dag lokaafstöðu íslenskra stjórnvalda til tilmæla sem fram komu á vettvangi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í reglubundnu eftirliti með mannréttindum á Íslandi sem fram fór í Genf 10. október síðastliðinn. Bein útsending verður á vef mannréttindaráðsins frá kl. 13-15.
Íslensk stjórnvöld leggja áherslu á að koma sem flestum þeirra tilmæla sem þau hafa fallist á til framkvæmda fyrir árið 2016, en það verður gert í tengslum við landsáætlun í mannréttindum sem nú er í smíðum undir forystu innanríkisráðuneytisins. Stefnt að því að leggja hana fyrir Alþingi næsta haust.