Lög um lífsýnasöfn endurskoðuð
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur falið nefnd að endurskoða lög um lífsýnasöfn. Nefndinni er ætlað að endurskoða lögin í ljósi reynslunnar sem er af núgildandi lögum en þau tóku gildi 1. janúar 2001. Nokkrar ábendingar hafa borist um atriði sem betur mættu fara í lögunum og hefur m.a. verið bent á að ekki sé gerður greinarmunur á sýnum sem safnað er vegna vísindarannsókna eingöngu og þeim sem safnað er vegna þjónustu sjúklinga.
Nefndina skipa:
Guðrún W. Jensdóttir, lögfræðingur í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, formaður nefndarinnar
Hlíf Steingrímsdóttir, læknir, tilnefnd af Landspítala
Vilmundur Guðnason, yfirlæknir, tilnefndur af Hjartavernd
Halla Hauksdóttir, lífeindafræðingur, tilnefnd af Félagi lífeindafræðinga
Þórir Haraldsson, hdl., tilnefndur af Íslenskri erfðagreiningu
Guðrún Kr. Guðfinnsdóttir, verkefnisstjóri, tilnefnd af Landlæknisembættinu
Magnús Karl Magnússon, læknir, tilnefndur af Læknafélagi Íslands
Helga Ögmundsdóttir, læknir, tilnefnd af Krabbameinsfélagi Íslands
Ólöf Ýrr Atladóttir, framkvæmdastjóri, tilnefnd af Vísindasiðanefnd og til vara Björn Rúnar Lúðvíksson.