Hoppa yfir valmynd
19. október 2007 Heilbrigðisráðuneytið

Forvarnastefna í geðheilbrigðismálum

Héðinn Unnsteinsson hefur verið ráðinn til að vinna að mótun forvarnastefnu í geðheilbrigðismálum. Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, hefur ráðið Héðin Unnsteinsson til tímabundinna starfa til að taka þátt í vinnu við mótun heilbrigðisstefnu, með sérstaka áherslu á forvarnir í geðheilbrigðismálum. Héðinn lauk meistaragráðu í alþjóðlegri stefnumótun og stefnugreiningu með sérstakri áherslu á geðheilbrigðismál frá Háskólanum í Bath á Englandi. Héðinn hefur undanfarin fjögur ár starfað sem sérfræðingur í geðheilbrigðismálum hjá alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni(WHO).



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta