Hoppa yfir valmynd
11. júlí 2023 Utanríkisráðuneytið

Tvö fyrirtæki fá styrki úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífsins

Tvö fyrirtæki fá styrki úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífsins - myndStephan Gladieu / World Bank (CC BY-NC-ND 2.0)

Íslensku fyrirtækin Verkís og Fisheries Technologies hlutu á dögunum styrki til verkefna á sviði þróunarsamvinnu úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífsins. Heildarframlag styrkja úr sjóðnum voru að þessu sinni tæplega 24 milljónir króna á móti framlagi fyrirtækjanna.

Verkís hlaut styrk upp á rúmar níu milljónir króna vegna verkefnisins Geothermal Ukraine en verkefnið er á sviði jarðhita og kemur til framkvæmdar í Úkraínu. Þá hlaut fyrirtækið Fisheries Technologies 14 milljóna króna styrk vegna verkefnisins CARICE en verkefnið snýr að innleiðingu upplýsingakerfa vegna fiskveiða í Karíbahafi.

„Það er virkilega ánægjulegt að sjá þegar fyrirtæki taka upp á því sjálf að setja á laggirnar þróunarverkefni í þeim tilgangi að styrkja önnur samfélög, fjölga þar störfum og stuðla að aukinni hagsæld. Ég hlakka til að fylgjast með verkefnum Verkís og Fisheries Technologies á þessum sviðum,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. 

Nú er búið að opna á ný fyrir umsóknir í sjóðinn og er umsóknarfrestur til 15. september næstkomandi. Áhugasömum er bent á að frekari upplýsingar um Heimsmarkmiðasjóð atvinnulífs um þróunarsamvinnu má finna á vef utanríkisráðuneytisins

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin
8. Góð atvinna og hagvöxtur
7. Sjálfbær orka
14. Líf í vatni

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta