Norræn vefráðstefna um vistvæna mannvirkjagerð
Norræna vefráðstefnan Nordic Climate Forum for Construction 2021 er skipulögð af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, í samstarfi við systurstofnanir HMS á Norðurlöndunum og Norrænu ráðherranefndina. Viðburðurinn er árlegur en hann var fyrst haldinn í Malmö árið 2019.
Ráðstefnan fer fram á netinu þann 27. september 2021, kl. 8-13 á íslenskum tíma (kl. 10-15 á CEST-tímabeltinu) en hlekkur á streymið verður sendur þeim sem skrá sig til þátttöku.
- Skráning á ráðstefnuna fer fram hér.
Öll þau sem vilja fylgjast með og ræða um stöðu og þróun vistvænnar mannvirkjagerðar eru hvött til að taka þátt.
Ráðstefnan fer fram á ensku.
DAGSKRÁ
8:00 Ráðstefna hefst: Sigríður Ósk Bjarnadóttir, í stjórn Grænni byggðar
8:05 Opnunarræða: Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra
8:15 Tíminn og vatnið: Andri Snær Magnason, rithöfundur
8:35 Hvernig hyggst Osló minnka gróðurhúsaloftmengun um 95% fyrir árið 2030?: Heidi Sørensen, stjórnandi Loftslagsstofnunnar innan borgarstjórn Osló
9:00 Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins: Reglugerðir um byggingarefni og umhverfisyfirlýsingar vöru (EPD): Tapani Mikkeli, yfirmaður sjálfbærar mannvirkjagerðar hjá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins
----------------------------------------
9:15 Kaffihlé
----------------------------------------
9:25
Staðan og núverandi áskoranir frá stjórnvöldum: Kristina Einarsson, Boverket, Svíþjóð og Luzie Rück, Trafik-, Bygge- og Boligstyrelsen, Danmörk
Staðan og núverandi áskoranir frá akademíu: Jukka Heinonen, prófessor við Háskóla Íslands og Aalto háskólann í Finnlandi
Staðan og núverandi áskoranir frá iðnaðinum: Björt Ólafsdóttir, frá Iðu fasteignaþróun og fyrrum umhverfisráðherra
10:10 Innleiðing á losunarviðmiðum (Limit values) í Hollandi: Jos Verlinden, stjórnandi í innanríkisráðuneyti Hollands
----------------------------------------
10:30 Hádegismatur
----------------------------------------
11:15 Losunarviðmið á Norðurlöndunum: Matti Kuittinen, ráðgjafi hjá umhverfisráðuneyti Finnlands
11:35 Kynning á skipulagi hringborðsumræðna
11:45 Hringborðsumræður: Losunarviðmið
12:45 Samantekt og niðurstöður: Fundarstjóri
13:00 Ráðstefnu slitið
Upphaflega átti viðburðurinn að vera á Grand hóteli en vegna kórónuveirufaraldursins var viðburðinn færður alfarið á netið. Dagskráin byrjar heldur snemma á íslenskum tíma, en sú tímasetning var ákveðin með hliðsjón af tímabelti hinna Norðurlandanna, sem eru bæði á undan okkur í tíma og eftir.
Að baki ráðstefnunnar er formlegur samstarfsvettvangur HMS og norrænna systurstofnanna, sem kallast "Nordic Dialogue Forum for LCA, climate and buildings“ og var stofnaður árið 2019. Í yfirlýsingu frá byggingamálaráðherrum landanna, sem gefin var út við stofnun samstarfsvettvangsins, kom fram vilji til að byggja upp samstarf um samræmingu viðeigandi aðgerða, aðferða, gagna, tækja og stefnu um kolefnishlutlausar byggingar. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og uppruna norræna samstarfsins um vistvæna mannvirkjagerð má finna hér.