Fréttatilkynning
Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði frá 7. mars sl. segir meðal annars svo: „Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að atvinnuleysisbætur hækki og verði frá 1. mars 2004 kr. 88.767 ...“
Ljóst er að hér er um að ræða umtalsverða hlutfallslega hækkun atvinnuleysisbóta ef tekið er mið af fyrri árum. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá hlutfallslega hækkun atvinnuleysisbóta miðað við gildistökudag ákvörðunar um hækkun bótanna.
Byggt á tölum frá Vinnumálastofnun
Ef hlutfallslega hækkun atvinnuleysisbóta á ári frá 1991 er tekin saman er ljóst að hækkun á fyrstu þremur mánuðum ársins 2004 sker sig verulega úr.
Byggt á tölum frá Vinnumálastofnun
Með vísan til fyrrgreindrar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar mun félagsmálaráðherra leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar, nr. 12/1997, með síðari breytingum, þar sem lagt verður til að hámarksbætur atvinnuleysistrygginga nemi 4.096 kr. á dag frá 1. mars sl., enda verði fyrrgreindir kjarasamningar samþykktir í atkvæðagreiðslu félagsmanna.