Hoppa yfir valmynd
10. október 2012 Dómsmálaráðuneytið

Ráðstefna um friðhelgi einkalífs og meðferð persónuupplýsinga 19. október

Nýjar ógnir við friðhelgi einkalífs og meðferð persónuupplýsinga er umfjöllunarefni ráðstefnu á vegum innanríkisráðuneytisins og Persónuverndar í samvinnu við Mannréttindastofnun Háskóla Íslands og lagadeild Háskóla Íslands föstudaginn 19. október. Ráðstefnan fer fram í hátíðarsal HÍ í aðalbyggingu og stendur frá kl. 13.15 til 17.15.

Á ráðstefnunni verður varpað ljósi á nokkur mikilvæg álitaefni um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, hvaða hættur steðja að friðhelgi einkalífs og persónuvernd og hvernig skuli bregðast við þeim. Ráðstefnan fer fram á íslensku og ensku og er öllum opin.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra setur ráðstefnuna og erindi flytja íslenskir og erlendir sérfræðingar sem fjalla meðal annars um dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu um persónuvernd, um áhrif reglna Evrópusambandsins á íslenskan rétt og nýja Evrópulöggjöf um persónuvernd, um vernd stjórnarskrárinnar og forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu svo eitthvað sé nefnt. Fundarstjóri verður Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytis.

Dagskrá

13.15 Ávarp innanríkisráðherra

Ögmundur Jónasson

13.25 Nýleg dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu um persónuvernd

Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu

13.50 The role of the Council of Europe in protecting privacy and personal data and current challenges

Maria Michaleidou, sérfræðingur hjá Persónuverndarskrifstofu Evrópuráðsins

14.15 Áhrif reglna Evrópusambandsins á íslenskan rétt og ný Evrópulöggjöf um persónuvernd

Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar

14.40 Social network services and privacy – How does Facebook affect personal privacy?

Bjørn Erik Thon, forstjóri Persónuverndar í Noregi

15.05 Fyrirspurnir og umræður

15.20 Kaffihlé

15.40 Vernd stjórnarskrárinnar á friðhelgi einkalífs og meðferð persónuupplýsinga

Björg Thorarensen, prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands

16.05 Meðferð persónuupplýsinga í heilbrigðiskerfinu – Réttindi einstaklings og almannahagsmunir

Sigurður Guðmundsson prófessor við Læknadeild og fyrrverandi landlæknir

16.30 Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu og persónuvernd

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins

16.55 Fyrirspurnir og umræður

17.15 Ráðstefnu slitið

Ráðstefnustjóri: Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytis.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta