Hoppa yfir valmynd
10. júní 2011 Heilbrigðisráðuneytið

Árangur heilbrigðisáætlunar til ársins 2010

Velferðarráðuneytið hefur tekið saman skýrslu þar sem lagt er mat á árangur í heilbrigðismálum samkvæmt markmiðum íslenskrar heilbrigðisáætlunar fyrir árin 2001-2010. 

Alþingi samþykkti í maí 2001 heilbrigðisáætlun til ársins 2010 og markaði með henni þá stefnu að hún skyldi lögð til grundvallar ákvörðunum varðandi stefnumörkun og skipulagningu heilbrigðismála. Árið 2007 var gefin út stöðuskýrsla um árangur í heilbrigðismálum samkvæmt markmiðum áætlunarinnar og sett nokkur ný markmið sem miðuðu að því að draga úr offitu og ofþyngd, auk víðtækari markmiðssetningar í krabbameinsvörnum.

Í meðfylgjandi lokaskýrslu um árangur heilbrigðisáætlunar til ársins 2010 eru markmiðin meðal annars skoðuð sérstaklega út frá þeim breytingum sem gerðar voru við endurskoðunina árið 2007.

Heilbrigðisáætlunin tekur til verkefna á sviði áfengis- og vímuvarna, geðheilbrigðis, hjarta- og heilavernd, krabbameinsvörnum, slysavörnum og verkefna sem snúa að börnum og ungmennum, eldri borgurum. 

Niðurstaðan er sú að heilbrigðisáætlunin hefur skilað góðum árangri. Þau forgangsmarkmið sem lagt var af stað með í upphafi reyndust flest raunhæf, mörg þeirra hafa náðst, önnur eru innan seilingar en í einhverjum tilvikum hefur ástandið ekki breyst eða markmiðin jafnvel fjarlægst.

Fremst í skýrslunni er yfirlitstafla þar sem má sjá stöðu einstakra markmiða í öllum þeim flokkum sem áætlunin tekur til.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta