COVID-19: Myndrænar leiðbeiningar til fólks í mismunandi aðstæðum
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) hefur birt á myndrænan hátt skýrar leiðbeiningar til fólks um hvað má og hvað má ekki gera meðan COVID-19 faraldurinn gengur yfir. Leiðbeiningarnar eru sniðnar að mismunandi aðstæðum fólks, t.d. fyrir fólk sem er í sóttkví eða fólk í áhættuhópi. Upplýsingaspjöldin eru aðgengileg til útprentunar og eru á íslensku og ensku.