Hoppa yfir valmynd
20. janúar 2004 Heilbrigðisráðuneytið

Alþjóðaheilbrigðistofnunin í Genf

Alþjóðaheilbrigðistofnunin (WHO) í Genf

Tillaga Íslands samþykkt


Tillaga Íslands þess efnis að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) setji heilbrigða lífshætti efst á forgangslista sinn var samþykkt einróma á fundi framkvæmdastjórnar samtakanna í morgun. Í tillögunni felst meðal annars að nú er hvatt til þess að menn beini á vettvangi heilbrigðismálastofnunarinnar sjónum sínum meira að áfengisneyslu og áhættunni sem henni er samfara ekki síst þar sem í hlut eiga börn, ungmenni og vanfærar konur. Sama gildir um áfengi og akstur og áfengisneyslu á vinnustöðum.

Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðis-og tryggingamálaráðuneytinu, bar tillöguna upp á framkvæmdastjórnarfundinum í morgun og fékk hún góðar undirtektir í stjórninni þar sem 32 ríki eiga fulltrúa. 16 ríki skrifuðu sig á íslensku tillöguna. Í þeim hópi voru aðrar Norðurlandaþjóðir, Bandaríkin, Kína og Rússland.


Hjálagt: Tillaga Íslands á framkvæmdastjórnarfundi WHO sem samþykkt var í morgun (PDF - 12Kb)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta