Jón Kristjánsson, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, lagði í vikunni fyrir ríkisstjórn frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 18/1984 um Þjónustu- og endurhæfingarstöð sjónskertra. Með frumvarpinu er verið að skilgreina rétt einstaklinga með tilliti til sjúkratrygginga til samræmis við það sem gildir um annars konar heilbrigðisþjónustu. Þá er greiðsluþátttaka hins opinbera skýrð og skilgreind, t.d. þegar í hlut eiga einstaklingar sem þurfa sérhæfð hjálpartæki. Einnig er samkvæmt frumvarpinu gert ráð fyrir að ráðherra setji formlega gjaldskrá vegna þjónustunnar sem veitt er. Þeir sem t.d. eru ekki sjúkratryggðir hérlendis munu greiða fyrir þjónustuna samkvæmt gjaldskránni.Efnisorð