Hoppa yfir valmynd
17. október 2012 Utanríkisráðuneytið

Norrænir Afríkudagar

EG-North-Africa-Days-okt-2012

Alþjóðleg ráðstefna um málefni Afríku undir heitinu Norrænir Afríkudagar, verður haldin 18. og 19. október nk. Ráðstefnan er samstarfsverkefni Norrænu Afríkustofnunarinnar og Háskóla Íslands, með stuðningi Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og utanríkisráðuneytisins. Af rúmlega hundrað fyrirlesurum eru þrettán Íslendingar. Einar Gunnarsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins opnar ráðstefnuna.

Allir fyrirlestrar og erindi, sem fara fram á ensku, eru opin almenningi og þátttakendur þurfa ekki að skrá sig. Ráðstefnan fer fram á Hótel Sögu að frátaldri setningarathöfnin, sem  verður í hátíðarsal Háskóla Íslands. Heiðursfyrirlesarar ráðstefnunnar eru tveir; þau Ousseina Alidou og Tony Addison. Ousesseina Alidou er m.a. framkvæmdastjóri Miðstöðvar um afrískar rannsóknir við Rutgers háskólann í Bandaríkjunum og prófessor við sama skóla. Tony Addison er aðalhagfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri rannsóknarstofnunar háskóla SÞ á sviði þróunarhagfræði í Helsinki (UNU-WIDER). 

 Málstofurnar eru átján talsins. Heiti málstofanna gefa til kynna fjölbreytt viðfangsefni erinda en á fimmtudag verður m.a. fjallað um félags- og efnahagslegar breytingar í Malaví, mannúðarstefnu og fátækt barna í Afríku, innviði samfélaga og hversdagslíf, rannsóknir á Afríkubúum búsettum í Evrópu, átökin í Norður-Úganda, náttúruauðlindir og upplýsinga- og samskiptatækni í Austur-Afríku.

Á föstudeginum verður m.a. fjallað um heilsu, afríska farandverkamenn, stríð og friðarferli, kynjafræði og Austur-Kongó. 

Vefsíða ráðstefnunnar Norrænir Afríkudagar

Opnunarávarp Einars Gunnarssonar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta