Hoppa yfir valmynd
24. september 2019 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Gróska í notkun stafrænnar tækni

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti Snælandsskóla á dögunum til að kynna sér hvernig unnið er með spjaldtölvur og aðra stafræna tækni í skólastarfi í grunnskólum Kópavogs. Í skólanum er tæknin tengd inn á flest námssvið og kynntu nemendur ráðherra meðal annars verkefni á sviði stærðfræði, náttúrufræði, list- og verkgreina, íslensku, forritunar og íþrótta sem og ferlibók þar sem þau skrá verkefni sem þau vinna í skólanum með rafrænum hætti. Ráðherra ræddi einnig stuttlega við fulltrúa nemendafélags Snælandsskóla um mikilvægi þess að vera virkur í félagsstarfi skólans.

,,Í Snælandsskóla er greinilega mikil gróska í notkun stafrænnar tækni í skólastarfi. Þar er lögð rík áhersla á skapandi greinar, svo sem forritun, kvikmyndagerð og sýndarveruleika. Það var frábært að sjá þessa öflugu og kláru nemendur fara yfir forritunarverkefnin sín og kynnast þessum fjölbreyttu notkunarmöguleikum,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta