Hoppa yfir valmynd
18. febrúar 2020

Sendiherra tekur við formennsku í vinnuhópi UNESCO um jafnréttismál

Á myndinni eru Sanye Gülser Corat, yfirmaður jafnréttismála hjá UNESCO, Samira Al Moosa og Kristján Andri. - mynd
Kristján Andri Stefánsson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands gagnvart UNESCO, tók í dag við stöðu annars tveggja formanna sérstaks vinnuhóps fastafulltrúa gagnvart UNESCO um jafnréttismál (Friends of Gender), ásamt sendiherra Óman Samira Al Moosa. Vinnuhópurinn sér um að samþætta vinnu innan UNESCO um jafnréttismál ásamt því að vinna að því að efla samvinnu á sviði jafnréttismála. Hópurinn leggur áherslu á að kynjasjónarmið séu í forgrunni í vinnu UNESCO. Nýlega kom út skýrslan „I‘d blush if I could“ (https://en.unesco.org/Id-blush-if-I-could) á vegum UNESCO en þar er fjallað um kynjajafnrétti á stafrænni öld. Á fundinum í dag lagði Kristján meðal annars áherslu á mikilvægi þess að kynjajafnréttissjónarmið séu rædd í samhengi við gervigreind (e. Artifical Intelligence).

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta