Hoppa yfir valmynd
1. júlí 2002 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Kærunefnd barnaverndarmála tók til starfa 1. júní 2002

Samkvæmt barnaverndarlögum, nr. 80/2002, má skjóta tilteknum málum til kærunefndar barnaverndarmála.

Kærunefnd barnaverndarmála er skipuð þremur mönnum sem tilnefndir eru til fjögurra ára í senn. Er formaður tilnefndur af hæstarétti en aðrir nefndarmenn af félagsmálaráðherra.

Kærunefndin tók til starfa 1. júní 2002.

Í nefndinni eiga sæti:

Ragnheiður Thorlacius, aðstoðarmaður héraðsdómara, formaður,
Guðfinna Eydal, sálfræðingur,
Jón R. Kristinsson, læknir.

Starfsmaður kærunefndar barnaverndarmála er Þorgerður Benediktsdóttir, lögfræðingur í félagsmálaráðuneyti.

Nefndinni ber að taka mál til meðferðar innan tveggja vikna frá því henni barst kæra.

Nánari upplýsingar er að finna í leiðbeiningum um kærunefnd barnaverndarmála.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta