Hoppa yfir valmynd
14. febrúar 2003 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins

Fjallað var um aðra skýrslu íslenskra stjórnvalda um framkvæmd samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins í eftirlitsnefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna í Genf 28. janúar sl. Aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna ber skylda til að skila skýrslu um framkvæmd samningsins tveimur árum eftir að hann öðlast gildi og síðan á fjögurra ára fresti eftir það. Skýrsla Íslands fjallar m.a. um réttarstöðu barna og skilgreiningu á hugtakinu barn og þjónustu við þau á sviði heilbrigðis-, félags-, dóms- og menntamála. Skýrslan sem nú var tekin fyrir byggir á fyrstu skýrslunni sem tekin var fyrir í eftirlitsnefndinni árið 1996 og lokaniðurstöðum nefndarinnar þá, ásamt lagabreytingum sem átt hafa sér stað síðan.

Dómsmálaráðuneytið hefur umsjón með skýrslu íslenskra stjórnvalda um framkvæmd samningsins. Í sendinefnd Íslands þegar skýrslan var tekin í Genf voru Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands í Genf, Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneyti, Ragnheiður Haraldsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, Hrefna Friðriksdóttir, lögfræðingur hjá Barnaverndarstofu, Guðni Olgeirsson, deildarstjóri í menntamálaráðuneyti, Ingibjörg Davíðsdóttir, sendiráðsritari hjá fastanefnd Íslands í Genf, og Hildur Björns Vernudóttir hjá fastanefnd Íslands í Genf.

Skjal fyrir Acrobat ReaderSkýrsla Íslands (PDF, 120 KB)

Niðurstaða eftirlitsnefndarinnar og nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu eftirlitsnefndarinnar hjá Sameinuðu þjóðunum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta