Fundur utanríkisráðherra Norðurlanda um Afganistan
Utanríkisráðherrar Norðurlandana áttu í gær fund með Martin Griffiths, yfirmann Samræmingarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna vegna mannúðarmála (OCHA) þar sem þeir ræddu stöðuna í málefnum Afganistans. María Mjöll Jónsdóttir, skrifstofustjóri alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins, tók þátt á fundinum fyrir hönd Íslands.
Í máli Martins Griffiths kom fram að nú sé afar brýnt að koma hjálpargögnum til almennra borgara og tryggja grunnþjónustu í landinu. Íslensk stjórnvöld hafa lagt 85 milljónir króna til mannúðarsamstarfs á undanförnum vikum í kjölfar yfirtöku talibana og leggja áherslu á áframhaldandi samráð við Norðurlöndin um framtíð þróunarsamstarfs og mannréttinda í landinu.
Flemming Møller Mortensen, þróunarmálaráðherra Danmerkur stýrði fundinum, en auk Maríu Mjallar sátu Per Olsson Fridh, þróunarmálaráðherra Svíþjóðar, Jens Frølich Holte, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis Noregs og Elina Kalkku, sviðstjóri utanríkisráðuneytis Finnlands fundinn.