Hoppa yfir valmynd
11. nóvember 2021

39. lota jafningjarýnis mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna

Ísland tekur virkan þátt í jafningjarýni mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Jafningjarýnin er mikilvægur liður í starfi ráðsins og eru öll ríki heims rýnd á tæplega fimm ára fresti.

 

39. lota jafningjarýninnar fór fram 1. til 12. nóvember sl. Að þessu sinni voru 13 ríki tekin fyrir: Grikkland, Súrínam, Samóa, Ungverjaland, Sankti Vinsent og Grenadínur, Papúa Nýja Gínea, Tadsíkistan, Tansanía, Esvatíní, Antígva og Barbúda, Trínidad og Tóbagó, Taíland og Írland. Ísland var með tilmæli til allra og lagði áherslu á jafnréttismál, réttindi hinsegin fólks og afnám dauðarefsingar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta