Vefsvæði fyrir alþingiskosningarnar 29. október opnað á kosning.is
Á vefnum kosning.is eru birtar fréttir og upplýsingar er varða undirbúning og framkvæmd alþingiskosninganna 29. október næstkomandi.
Þar eru meðal annars upplýsingar um helstu dagsetningar í aðdraganda kosninganna, um kosningarétt og kjörgengi, listabókstafi og yfirkjörstjórnir. Þar eru einnig birtar leiðbeiningar um hvar og hvernig unnt er að greiða atkvæði utan kjörfundar.
Senda má spurningar er varða kosningarnar á netfangið [email protected].
- Sjá vefinn kosning.is
- Sjá vefinn syslumenn.is
- Sjá vef utanríkisráðuneytis