Niðurstaða úthlutunar á tollkvótum á landbúnaðarafurðum frá Bretlandi fyrir tímabilið janúar til desember 2022
Niðurstaða úthlutunar á tollkvótum á landbúnaðarafurðum frá Bretlandi fyrir tímabilið
janúar til desember 2022
Föstudaginn 10. desember 2021, rann út tilboðsfrestur í tollkvóta vegna innflutnings á ostum og unnum kjötvörum frá Bretlandi samkvæmt reglugerð nr. 1297/2021 fyrir tímabilið 1. janúar til 31. desember 2021.
Ostar og ystingur í vörulið 0406. Sjö tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á ostum og ystingi á vörulið 0406, samtals 87.000 kg. á meðalverðinu 210 kr./kg. Hæsta boð var 667 kr./kg. en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá tveimur fyrirtækjum um innflutning á 19.000 kg. á meðalverðinu 585 kr./kg.
Ostur og ystingur úr vörulið ex0406;...(**). Fimm umsóknir bárust um tollkvóta vegna innflutnings á ostum og ystingi úr vörulið ex 0406...(**) samtals 38.650 kg. Á grundvelli 5. gr. reglugerðar nr. 1297/2021 er tollkvóta úr vörulið ex0406 úthlutað með hlutkesti og er hámark úthlutunar til hvers fyrirtækis 15% af heildarmagni tollkvótans. Samtals var úthlutað 11.000 kg., til fimm fyrirtækja.
(**) skráð í samræmi við reglugerð ráðsins (EB) nr. 1151/2012 um vernd landfræðilegra merkinga og uppruna landbúnaðarafurða og matvæla.
Annað kjöt...., unnið eða varið skemmdum-... í vörulið 1602. Sex tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á öðru kjöti..., á vörulið 1602, samtals 82.000 kg. á meðalverðinu 148 kr./kg. Hæsta boð var 629 kr./kg. en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá einu fyrirtæki um innflutning á 18.000 kg. á meðalverðinu 599 kr./kg.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur úthlutað tollkvótum til eftirtalinna fyrirtækja á grundvelli tilboða og/eða umsókna þeirra:
Ostur og ystingur 0406
Magn (kg) |
Tilboðsgjafi |
14.750 |
KFC ehf |
4.250 |
Natan & Olsen ehf |
Ostur og ystingur ex 0406 (**)
Úthlutað magn (kg) |
Tilboðsgjafi |
1.650 |
Danól ehf |
1.650 |
Innnes ehf |
3.300 |
Krónan ehf |
1.650 |
Natan & Olsen ehf |
2.750 |
Mjólkursamsalan |
Annað kjöt, hlutar úr dýrum-.... 1602
Magn (kg) |
Tilboðsgjafi |
18.000 |
KFC ehf |
Reykjavík, 16. desember 2021
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu