Hoppa yfir valmynd
11. desember 2009 Dómsmálaráðuneytið

Sýslumaðurinn á Blönduósi og FME gera samning um innheimtu sekta

Undirritun samnings fjármálaeftirlitsins og sýslumannsins á Blönduósi um sektarinnheimtu
Undirritun samnings fjármálaeftirlitsins og sýslumannsins á Blönduósi um sektarinnheimtu

Fjármálaeftirlitið og Sýslumaðurinn á Blönduósi, fyrir hönd Innheimtumiðstöðvar sekta og sakarkostnaðar (IMST), hafa gert með sér samstarfssamning um sektarinnheimtu. Í samningnum felst m.a. að IMST tekur að sér innheimtu á dagsektum og févíti sem Fjármálaeftirlitið beitir, stjórnvaldssektum sem Fjármálaeftirlitið leggur á einstaklinga og lögaðila og sáttarboðum og sáttargerðum sem Fjármálaeftirlitinu er heimilt að gera.

Þeir Bjarni G. Stefánsson, sýslumaður á Blönduósi, og Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, undirrituðu samstarfssamninginn þann 8. desember sl.

Innheimtumiðstöðin hefur frá vordögum 2006 sinnt innheimtu sekta og sakarkostnaðar á landsvísu sem hún tók við af 26 sýslumanns- og lögreglustjóraembættum. Embætti sýslumannsins á Blönduósi sinnir jafnframt innheimtu opinberra gjalda til ríkissjóðs í Húnaþingi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta