Hoppa yfir valmynd
9. september 2014 Utanríkisráðuneytið

Ráðstefna um nám og starfsþjálfun á vinnustöðum

Boðið er til ráðstefnu um tækifæri til náms- og starfsþjálfunar í atvinnulífinu fyrir fólk á öllum aldri. Ráðstefnan er liður í þátttöku Íslands í norræna verkefninu Sjálfbær norræn velferð. Umsjón með ráðstefnunni hafa velferðarráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Vinnumálastofnun. 

Norrænn vinnumarkaður stendur frammi fyrir mörgum sameiginlegum úrlausnarefnum í kjölfar efnahagskreppu og vegna afleiðinga lýðfræðilegra breytinga. Að sporna gegn atvinnuleysi ungs fólks og virkja þá sem hætt er við útilokun frá þátttöku á vinnumarkaði og í samfélaginu almennt er forgangsmál. Langtímaatvinnuleysi og samspil mennta- og vinnumarkaðsmála er í brennidepli á formennskuári Íslands.

Á ráðstefnunni verður sjónum beint að þróun menntakerfisins og möguleikum þess til að tengjast betur fyrirtækjum og stofnunum með það að leiðarljósi að ungt fólk og atvinnuleitendur fái tækifæri til þess að fá þar þjálfun sem hluta af námi sínu. Jafnframt verður athygli beint að möguleikum atvinnuleitenda til starfsþjálfunar innan fyrirtækja eða stofnana sem hluta af starfsleitaráætlunum sínum. 

Skráning fer fram hér.
Dagskrá ráðstefnunar má finna hér

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta