Hoppa yfir valmynd
26. nóvember 2021 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra ræddi um velsæld á ráðstefnu OECD

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók í gær þátt í rafrænni ráðstefnu á vegum OECD þar sem rætt var um endurreisn samfélaga eftir COVID. Ráðstefnan var haldin í tilefni árs afmælis WISE, sem er samstarf innan OECD sem snýr að velsæld, sjálfbærni og jafnrétti.

Forsætisráðherra var meðal þátttakenda í pallborðsumræðum ásamt Hönnu Sarkkinen, félags- og heilbrigðismálaráðherra Finnlands, og Didier Lenoir, fastafulltrúa ESB hjá OECD en aðstoðarframkvæmdastjóri OECD, Ulrik Vestergaard, var fundarstjóri.

Í umræðunum var rætt um það hvernig hægt verði að tryggja að horft verði til velsældarsjónarmiða við endurreisnina í kjölfar COVID. Forsætisráðherra lagði áherslu á hversu mikilvægt það hefði verið fyrir Ísland að hafa notað velsældarmælikvarða og sett niður velsældaráherslur fyrir heimsfaraldur. Hvort tveggja hefði reynst mikilvægt fyrir stefnumörkun í aðgerðum í faraldrinum.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra:

„Aðferðafræði velsældarhagkerfisins byggir á að meta stefnu og ákvarðanir út frá fjölbreyttum sjónarmiðum – hagrænum, samfélagslegum og umhverfislegum. Það tryggir betur velsæld fyrir okkur öll.“

Forsætisráðherra greindi einnig frá vinnu sem fram hefur farið hér á landi við þróun 39 velsældarmælikvarða, sem er ætlað að gefa heildarmynd af hagsæld og lífsgæðum landsmanna yfir tíma. Þá upplýsti ráðherra um þær sex velsældaráherslur sem lagðar hafa verið  til  grundvallar  við  gerð  fjármálaáætlunar  og  fjárlaga og  ætlað  að  vera  leiðarstef  vinnu  á  öllum  málefnasviðum  þar  sem  við  á  og  mynda þannig  ramma  um  forgangsröðun  og  framtíðarsýn  ríkisstjórnarinnar.

Á ráðstefnunni var einnig kynnt ný skýrsla OECD um áhrif heimsfaraldursins á velsæld í aðildarríkjunum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta