Uppbyggingarsjóður EES á dagskrá hitaveituráðstefnu Samorku
Uppbyggingarsjóður EES var á dagskrá alþjóðlegrar tveggja daga hitaveituráðstefnu Samorku sem hófst í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra opnaði ráðstefnuna og fjallaði við það tilefni um nýtingu jarðvarma í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Þórir Ibsen sendiherra og stjórnamaður Íslands í Uppbyggingarsjóðnum flutti erindi um sjóðinn og stuðning hans við verkefni á sviði endurnýjanlegra orkugjafa og þá sérstaklega nýtingu á jarðvarma. Íslenskir aðilar hafa tekið þátt í slíkum verkefnum í Portúgal, Rúmeníu, Pólandi og Króatíu. Fyrr í vikunni stóð Orkustofnun fyrir sérstakri ráðstefnu um tækifæri á sviði endurnýjanlegrar orku, jarðvarma, orkunýtni o.fl. í Póllandi og Rúmeníu, með stuðningi Uppbyggingarsjóðsins.