Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-maí 2007
Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu fimm mánuði ársins 2007 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu er breyting á handbæru fé frá rekstri jákvæð um 34,1 milljarða króna innan ársins, sem er 5,9 milljörðum hagstæðari útkoma heldur en á sama tíma í fyrra. Þá er útkoman mun hægstæðari en gert var ráð fyrir í áætlun fjárlaga. Tekjur reyndust um 32 milljörðum hærri en í fyrra meðan gjöldin jukust um 18,9 milljarða. Hreinn lánsfjárjöfnuður er neikvæður um 40,4 milljarða króna sem er 66,2 milljörðum lakara en á sama tíma í fyrra. Viðsnúningurinn skýrist að mestu leyti af 30,3 milljarða kaupum ríkissjóðs á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun og eiginfjáraukningu Seðlabanka Íslands með 44 milljarða króna eiginfjárframlagi ríkissjóðs í byrjun maí.
Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar–maí 2007
(Í milljónum króna)
|
2003 |
2004 |
2005 |
2006 |
2007 |
Innheimtar tekjur |
108.695 |
109.190 |
136.556 |
155.065 |
187.116 |
Greidd gjöld |
106.315 |
113.248 |
126.546 |
126.171 |
145.154 |
Tekjujöfnuður |
2.380 |
-4.057 |
10.009 |
28.894 |
41.961 |
Söluhagn. af hlutabr. og eignahl. |
-12.059 |
- |
- |
- |
|
Breyting rekstrartengdra eigna og skulda |
173 |
1.110 |
1.557 |
-613 |
-7.818 |
Handbært fé frá rekstri |
-9.506 |
-2.947 |
11.566 |
28.281 |
34.143 |
Fjármunahreyfingar |
16.858 |
3.428 |
6.537 |
-2.428 |
-74.502 |
Hreinn lánsfjárjöfnuður |
7.352 |
481 |
18.102 |
25.853 |
-40.359 |
Afborganir lána |
-17.929 |
-28.389 |
-29.994 |
-38.104 |
-32.143 |
Innanlands |
-5.521 |
-3.389 |
-13.770 |
-15.231 |
-21.034 |
Erlendis |
-12.408 |
-25.000 |
-16.224 |
-22.873 |
-11.109 |
Greiðslur til LSR og LH |
-3.125 |
-3.125 |
-1.550 |
-1.650 |
-1.650 |
Lánsfjárjöfnuður, brúttó |
-13.702 |
-31.033 |
-13.442 |
-13.901 |
-74.152 |
Lántökur |
16.540 |
40.861 |
9.273 |
11.010 |
46.452 |
Innanlands |
15.160 |
17.318 |
4.005 |
2.910 |
42.061 |
Erlendis |
1.380 |
23.544 |
5.268 |
8.100 |
4.391 |
Greiðsluafkoma ríkissjóðs |
2.838 |
9.828 |
-4.168 |
-2.890 |
-27.700 |
Lántökurársins nema um 46,5 milljörðum króna og hækka um 35,4 milljarða milli ára. Þar munar mest um 26,9 milljarða lántöku vegna kaupa á Landsvirkjun. Þá voru 1,7 milljarðar greiddir til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar ríkissjóðs. Staða á sjóðs- og bankareikningum versnaði um 27,7 milljarða króna á fyrstu fimm mánuðum ársins.
Innheimtar tekjurríkissjóðs á fyrstu fimm mánuðum ársins námu 187 milljörðum króna. Það er rúmum 32 milljörðum meira en í fyrra eða 20,7% aukning tekna milli ára. Skatttekjur og tryggingargjöld námu 167 milljörðum og jukust um 24,6 milljarða milli ára eða 17,3 %að raunvirði (þá er tekjuskattur lögaðila í janúar 2006 leiðréttur fyrir tilfærslu eindaga yfir áramótin). Þar af námu skattar á tekjur og hagnað einstaklinga og lögaðila 67 milljörðum og jukust um 19,8% að raunvirði milli ára. Tekjuskattur einstaklinga nam tæpum 37 milljörðum, tekjuskattur lögaðila rúmum 9 milljörðum og fjármagnstekjuskattur tæpum 21 milljarði króna. Innheimta fjármagnstekjuskattsins fer að mestu leyti fram í janúar ár hvert og innheimtust 20 af 21 milljarði í janúarmánuði. Innheimta veltuskatta nam tæpum 77 milljörðum á tímabilinu, rúmlega 8 milljörðum meira en á sama tíma í fyrra, sem samsvarar 5,7% aukningu umfram verðbólgu. Miðað við hreyfanlegt 6 mánaða meðaltal er raunvöxtur veltuskatta í heild milli ára nú 0%. Innheimt tryggingagjöld námu 16,4 milljörðum.
Tekjur ríkissjóðs janúar–maí 2007
|
Milljónir króna |
|
Breyting frá fyrra ári, % |
||||
|
2005 |
2006 |
2007 |
2005 |
2006 |
2007 |
|
Skatttekjur og tryggingagjöld |
121.223 |
145.768 |
167.154 |
|
19,5 |
20,2 |
14,7 |
Skattar á tekjur og hagnað |
42.189 |
55.847 |
66.795 |
|
17,5 |
32,4 |
19,6 |
Tekjuskattur einstaklinga |
28.494 |
31.711 |
36.716 |
|
10,1 |
11,3 |
15,8 |
Tekjuskattur lögaðila |
3.963 |
10.214 |
9.313 |
|
6,5 |
157,7 |
-8,8 |
Skattur á fjármagnstekjur |
9.732 |
13.922 |
20.766 |
|
54,5 |
43,1 |
49,2 |
Eignarskattar |
6.276 |
4.740 |
4.556 |
|
59,2 |
-24,5 |
-3,9 |
Skattar á vöru og þjónustu |
58.435 |
68.517 |
76.808 |
|
18,3 |
17,3 |
12,1 |
Virðisaukaskattur |
39.683 |
46.799 |
55.140 |
|
19,9 |
17,9 |
17,8 |
Vörugjöld af ökutækjum |
4.017 |
5.009 |
3.629 |
|
74,9 |
24,7 |
-27,6 |
Vörugjöld af bensíni |
3.514 |
3.471 |
3.665 |
|
5,4 |
-1,2 |
5,6 |
Skattar á olíu |
2.535 |
2.489 |
2.814 |
|
16,0 |
-1,8 |
13,1 |
Áfengisgjald og tóbaksgjald |
4.106 |
4.242 |
4.525 |
|
6,9 |
3,3 |
6,7 |
Aðrir skattar á vöru og þjónustu |
4.580 |
6.506 |
7.034 |
|
-1,3 |
42,1 |
8,1 |
Tollar og aðflutningsgjöld |
1.233 |
1.567 |
2.210 |
|
8,1 |
27,1 |
41,0 |
Aðrir skattar |
273 |
315 |
424 |
|
. |
15,0 |
34,8 |
Tryggingagjöld |
12.817 |
14.782 |
16.362 |
|
17,7 |
15,3 |
10,7 |
Fjárframlög |
209 |
268 |
450 |
|
26,0 |
28,3 |
68,0 |
Aðrar tekjur |
15.053 |
8.742 |
12.730 |
|
99,6 |
-41,9 |
45,6 |
Sala eigna |
70 |
287 |
6.782 |
|
- |
- |
- |
Tekjur alls |
136.555 |
155.065 |
187.116 |
|
25,1 |
13,6 |
20,7 |
Greidd gjöld nema 145,2 milljörðum króna og hækka um 19 milljarða frá fyrra ári, eða 15%. Mest munar um greiðslur almannatrygginga sem hækka um 5,4 milljarða. Þá hækka greiðslur til heilbrigðismála um 3,4 milljarða og um 2,7 milljarða til almennrar opinberrar þjónustu. Greiðslur til menntamála hækka um 1,8 milljarða en aðrir málaflokkar hækka minna.
Gjöld ríkissjóðs janúar–maí 2007
|
Milljónir króna |
|
Breyting frá fyrra ári, % |
|||
|
2005 |
2006 |
2007 |
2006 |
2007 |
|
Almenn opinber þjónusta |
23.990 |
18.016 |
20.758 |
|
-24,9 |
15,2 |
Þar af vaxtagreiðslur |
14.066 |
6.393 |
7.124 |
|
-54,6 |
11,4 |
Varnarmál |
126 |
226 |
259 |
|
78,8 |
14,7 |
Löggæsla, réttargæsla og öryggismál |
4.417 |
5.459 |
6.647 |
|
23,6 |
21,8 |
Efnahags- og atvinnumál |
10.081 |
15.283 |
18.247 |
|
51,6 |
19,4 |
Umhverfisvernd |
984 |
1.129 |
1.404 |
|
14,7 |
24,4 |
Húsnæðis- skipulags- og veitumál |
156 |
173 |
181 |
|
11,0 |
4,9 |
Heilbrigðismál |
29.731 |
33.988 |
37.391 |
|
14,3 |
10,0 |
Menningar-, íþrótta- og trúmál |
5.465 |
5.818 |
6.968 |
|
6,4 |
19,8 |
Menntamál |
12.581 |
14.288 |
16.125 |
|
13,6 |
12,9 |
Almannatryggingar og velferðarmál |
25.263 |
28.483 |
33.918 |
|
12,7 |
19,1 |
Óregluleg útgjöld |
2.805 |
3.309 |
3.256 |
|
18,0 |
-1,6 |
Gjöld alls |
115.599 |
126.171 |
145.154 |
|
9,1 |
15,0 |