Hoppa yfir valmynd
15. desember 2023 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Styrking mennta- og tungumálasamstarfs við Spán

Ráðuneytisstjórarnir Erna Kristín Blöndal og José Manuel Bar undirrituðu samstarfsyfirlýsingu í Madríd í vikunni - mynd

Menntamálaráðuneyti Íslands og Spánar hafa undirritað yfirlýsingu um eflingu samstarfs á sviði menntamála. Markmiðið er m.a. að styðja við aukna spænskukennslu og þekkingu á spænskri menningu hér á landi með stuðningi frá spænskum yfirvöldum.

Spænska er eitt algengasta annað tungumál á Íslandi og vinsæll áfangastaður í nemenda- og kennaraskiptum. Samstarfið felur í sér aukin nemenda- og kennaraskipti milli landanna, aukna starfsþróun og stuðning við spænskukennara, ásamt aukinni upplýsingagjöf milli landanna.

Undirritunin fór fram í Madríd í tengslum við alþjóðlegu ráðstefnuna The Future of Girls in STE(A)M á vegum spænskra stjórnvalda en þau gegna nú formennsku í Evrópusambandinu. Erna Kristín Blöndal, ráðuneytisstjóri mennta- og barnamálaráðuneytisins, var fulltrúi Íslands í pallborðsumræðum á ráðstefnunni. Hún átti fund með José Manuel Bar, ráðuneytisstjóra spænska menntamálaráðuneytisins um samstarf ríkjanna. Þá heimsótti hún starfsmenntaskóla í Madríd og fékk kynningu fyrirkomulagi starfsnáms á Spáni.

María Diljá Magnúsdóttir, Rúna Karlotta Davidsdóttir, Ugla Arnardóttir, nemendur í Landakotsskóla, ásamt kennara sínum Sinéad McCarron

Börn frá Bretlandi, Úganda og Landkotsskóla á Íslandi voru viðmælendur á ráðstefnunni í gegnum fjarfundarbúnað þar sem þau sögðu frá því sem þau vilja starfa við í framtíðinni og af hverju. Þátttaka þeirra er hluti af verkefninu Inspiring the future sem gengur út á að tengja skólabörn við sjálfboðaliða úr atvinnulífinu. Markmiðið er að kynna störf á vinnumarkaði fyrir börnum, vekja áhuga þeirra og að þau fái fjölbreyttar fyrirmyndir úr atvinnulífinu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta