Nýtt vefsvæði um mannréttindi á vef Stjórnarráðsins
Dómsmálaráðuneytið hefur birt endurnýjað og bætt vefsvæði um mannréttindi á vef Stjórnarráðsins. Þar er leitast við að tryggja auðvelt aðgengi að upplýsingum um mannréttindi og alþjóðlegar skuldbindingar Íslands á því sviði.
Á vefsvæðinu er finna alla helstu mannréttindasamninga sem Ísland er aðili að ásamt gagnlegum upplýsingum tengdum hverjum samningi. Þar er einnig að finna upplýsingar um Mannréttindadómstól Evrópu og áherslur Íslands á mannréttindi í utanríkisstefnunni. Þá er sérstök síða tileinkuð allsherjarúttekt Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttindamála á Íslandi þar sem sjá má þau tilmæli sem Íslandi bárust við síðustu úttekt og hvort brugðist hafi verið við þeim.
Hér má finna vefsvæði dómsmálaráðuneytisins um mannréttindi.